Kúnstpása: Sigrún Hjálmtýsdóttir

og Anna Guðný Guðmundsdóttir

Hvar

Norðurljós

Hvenær 

12. maí 2020 kl. 12:15

| Um tónleikana

Það er mikið gleðiefni að hefja aftur starfsemi Íslensku óperunnar eftir samkomubann og við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin hvort heldur er í Hörpu eða að njóta tónleikanna heiman frá!


Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari koma fram á óvenjulegri Kúnstpásu í Norðurljósum þriðjudaginn 12. maí kl. 12.15 í Norðurljósum í Hörpu.

Diddú og Anna Guðný hafa starfað saman um árabil og bjóða gestum Íslensku óperunnar upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá með þekktum aríum og sönglögum. Diddú hlaut á dögunum heiðursverðlaunin á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir einstakt framlag sitt til tónlistarlífs landsmanna.


Efnisskrá Kúnstpásu:


Antonín Dvořák (1841-1904)


"Söngurinn til mánans" úr óperunni Rusalka


Giuseppe Verdi (1813-1901)


"Mercé dilette amiche" úr óperunni I vespri siciliani


Vincenzo Bellini (1801-1835)


" Eccomi in lieta vesta...Oh, quante volte.." úr óperunni I Capuleti e i Montecchi"


"Casta Diva" úr óperunni Norma


Rússneskt þjóðlag/úts. A. Alabieff


"Solovej"


Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en við munum halda í heiðri 2ja metra fyrirmyndarfjarlægðina í salnum og komast aðeins 100 manns í salinn að sinni. Að vanda er frítt inn á tónleikana.

Í ljósi aðstæðna þurfa gestir að tryggja sér miða fyrirfram á www.harpa.is þar sem hámark gesta í sal verður 100.


Kúnstpásu verður einnig streymt til allra landsmanna á Facebook-síðu Íslensku óperunnar, svo að allir geti notið þess að hlusta á þessar frábæru listakonur.

| Aðrir tónleikar

Share by: