Kúnstpása: Elisabeth, Leonora og

Desdemona - kvenhetjur Wagners og Verdi.

Hvar

Norðurljós

Hvenær 

29. janúar 2019 kl. 12:15

| Um tónleikana

Á fyrstu Kúnstpásu ársins 2019 mun Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona flytja aríur  úr óperum eftir Wagner og Verdi. Hún mun bregða sér í hlutverk Elisabetar, Leonoru og Desdemonu. Með Helgu Rós leikur Bjarni Frímann Bjarnason á píanó.


Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona debúteraði hjá Íslensku óperunni haustið 2014 í hlutverki Elisabettu í Don Carlo. Hún á að baki farsælan feril við óperuhúsið í Stuttgart þar sem hún fór með fjölmörg hlutverk auk þess sem hún var gestasöngvari við óperuhúsin í Bonn, Wiesbaden og Karlsruhe.


Enginn aðgangseyrir er á Kúnstpásu og eru allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.


Nánari efnisskrá tónleikanna verður kynnt síðar.

| Aðrir tónleikar

Share by: