Söngskemmtun ÍÓ: Elmar og Bjarni Frímann

Hvar

Norðurljós

Hvenær 

6. september 2020 kl. 17:00

| Um tónleikana

Næstkomandi sunnudag, 6. september kl. 17.00, munu Elmar Gilbertsson óperusöngvari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari og tónlistarstjóri Íslensku óperunnar gleðja áhorfendur með vel þekktum aríum og sönglögum í Norðurljósum í Hörpu.


Þessa listamenn þarf ekki að kynna en Elmar er nú fastráðinn við óperuna í Stuttgart. Hann hefur komið fram í fjölmörgum óperuhlutverkum hér heima og erlendis og fengið frábærar viðtökur. Elmar var kjörinn söngvari ársins árið 2016 fyrir hlutverk sitt sem Lensky í óperunni Évgení Onegin í uppfærslu Íslensku óperunnar í Hörpu.


Bjarni Frímann hefur verið Tónlistarstjóri Íslensku óperunnar frá árinu 2018 og á að baki glæsilegan tónlistarferil sem hljómsveitarstjóri og píanóleikari. Hann hefur stjórnað uppfærslum Íslensku óperunnar á undanförnum árum og fengið frábæra dóma og viðtökur áhorfenda. Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarflytjandi ársins 2020.


Fjarlægðartakmörk verða virt á tónleikunum skv. gildandi tilmælum.


Miðaverð er 3.000 kr. Miðasala á harpa.is


Við hlökkum til að sjá ykkur!

| Aðrir tónleikar

Share by: