Kúnstpása: Jóna G.Kolbrúnardóttir, Kristín

E. Mäntylä og Eva Þyri Hilmarsdóttir

Hvar

Norðurljós

Hvenær 

11. desember 2018 kl. 12:15

| Um tónleikana

Það er mjög ánægjulegt að fá tvær söngkonur af yngri kynslóðinni til að koma fram á Kúnstpásu Íslensku óperunnar í aðdraganda jólanna. 

Með þeim á  leikur Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari.


Þær Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran og Kristín E. Mantyla mezzosópran sungu sín fyrstu hlutverk hjá Íslensku óperunni nú í nóvember 2018 þegar óperan Hans og Gréta var frumsýnd í Norðurljósasal Hörpu. Þar eru þær í hlutverkum Grétu (Jóna) og Óla lokbrár (Kristín). 

Bæði Kristín og Jóna eru búsettar erlendis við nám og störf og er sérstakt gleðiefni að kynna þær fyrir áheyrendum Íslensku óperunnar.


Efnisskrá tónleikanna:


J. Offenbach: Barcarolle, dúett úr óperunni "Ævintýri Hoffmanns"


R. Strauss: Mädchenblumen Op.22

1. Kornblumen

2. Mohnblumen

3. Epheu

4. Wasserrose


J. Brahms: Schwestern, dúett Op.61 nr 1


R. Wagner: Schmerzen, Wesendonck lieder, WWV 91 nr. 4


J. Sibelius: 

- Demanten pa Marssnön, Op. 36.6

. Flickan kom ifrån sin älsklings möte (Op. 37 nr 5)


E. Humperdinck: "Kvöldbæn", dúett úr óperunni "Hans og Gréta" 


Verið velkomin á hátíðlega stund í Norðurljósasal Hörpu, þriðjudaginn 11.desember kl.12.15.



Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

| Aðrir tónleikar

Share by: