Kór Íslensku óperunnar
Kórinn er mikill máttarstólpi í starfsemi Íslensku óperunnar. Hann hefur hlotið frábæra dóma og unnið marga listræna sigra bæði í leik og söng. Söngvarar kórsins eiga margir langt söngnám að baki og búa yfir mikilli sviðsreynslu. Einsöngvarar úr röðum kórsins hafa tekið að sér einsöngshlutverk í uppfærslum Íslensku óperunnar auk þess sem margir söngvaranna eru virkir í íslensku tónlistarlífi.
Kór Íslensku óperunnar hefur á undanförum árum haldið tónleika reglulega á Þorláksmessu í Hörpuhorninu.
