Um Íslensku óperuna

Íslenska óperan er Ópera allra landsmanna. Frá stofnun hennar árið 1980 hafa meira en 400.000 gestir sótt sýningarnar. Verkefnavalið er mjög fjölbreytt, allt frá vel þekktum óperum til nýrra íslenskra verka sem pöntuð eru af Íslensku óperunni.


Íslenska óperan setur reglulega upp vandaðar og fjölbreyttar óperusýningar. Íslenskir listamenn eru jafnan í öndvegi, en jafnframt er erlendum gestum reglulega boðið að taka þátt í uppfærslum.


Íslenska óperan hefur öðlast mikilvægan sess í menningarlífi þjóðarinnar og er hún meðal leiðandi listastofnanna þjóðarinnar. Hún hefur áunnið sér frábært orðspor bæði innanlands og erlendis og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir vandaðar óperuuppfærslur, sem vakið hafa alþjóðlega athygli.


Kúnstpása eru hádegistónleikar sem eru haldnir mánaðarlega í Norðurljósum og eru allir velkomnir án endurgjalds. Þar koma fram koma margir af þekktustu söngvurum þjóðarinnar ásamt yngri söngvurum sem eru að kynna sig til leiks á óperusviðinu.


Starfsfólk Íslensku óperunnar sinnir starfseminni árið um kring, en lausráðnum starfsmönnum fjölgar mikið þegar æfingar og sýningar standa yfir og geta orðið allt að 200 talsins.


Flytjendur og listræn teymi eru verkefnaráðin hverju sinni og er fjöldi þeirra mjög breytilegur eftir þörfum og stærð hverrar uppfærslu. 

Söngurinn gegnir mikilvægu hlutverki hjá þjóðinni sem hefur sýnt Íslensku óperunni mikinn stuðning og áhuga. Þúsundir landsmanna koma á viðburði Óperunnar árlega og alþjóðlegur sýnileiki stofnunarinnar hefur aukist mjög á síðustu árum.


Valdar sýningar Íslensku óperunnar eru sýndar reglulega á Opera Vision, streymisveitu Opera Europa og uppfærslurnar hafa hlotið frábærar viðtökur og gagnrýni bæði hérlendis og erlendis.

Share by: