Kafarinn - Der Taucher eftir Schubert og Schiller

Hvar

Norðurljós

Hvenær 

9. janúar 2018 kl. 12:15

| Um tónleikana

Á fyrstu Kúnstpásutónleikum ársins 2018 flytur baritónsöngvarinn Kristján Jóhannesson ballöðuna Kafarinn (Der Taucher) eftir Schubert við texta Schillers. 


Með Kristjáni leikur Bjarni Frímann Bjarnason á píanó. 


Kristján býr í Vínarborg þar sem hann hefur undanfarið lagt stund á nám og störf. 


Hér má lesa nánari upplýsingar um þau verkefni sem hann hefur verið að fást við á erlendri grundu: http://www.sonoartists.com/artists/kristjan-johannesson/


Bjarni Frímann er nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar, en hann stjórnaði síðast uppfærslu ÍÓ á Toscu við afar góðar undirtektir.


Við hvetjum alla tónlistarunnendur til þess að leggja leið sína í Hörpu í hádeginu þann 9.janúar.


Allir hjartanlega velkomnir. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana.

| Aðrir tónleikar

Share by: