Kúnstpása: Björk

og Eva Þyri

Hvar

Norðurljós

Hvenær 

23. febrúar 2021 kl. 12:15

| Um tónleikana

Þær Björk Níelsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari koma fram á næstu Kúnstpásu Íslensku óperunnar, þriðjudaginn 23. febrúar kl. 12:15.


Fyllsta öryggis verður gætt og til þess að framfylgja sóttvarnarreglum þarf að panta miða í gegnum miðasölukerfi Hörpu en tónleikarnir eru án endurgjalds. Sætin verða númeruð og grímuskylda á tónleiknum.


Efnisskrá

W. A. Mozart

In uomini in soldati – úr Cosi fan tutte (Despina)


E. Satie

La Diva de l'Empire – sönglag


V. Herbert

Art is calling for me – úr The Enchantress


A. Piazzolla

Yo soy Maria – úr Maria de Buenos Aires


Kurt Weill

Sjóræningja Jenný – úr Túskildingsóperunni


Kurt Weill

Je ne t'aime pas – sönglag


Deems Taylor

Young April – sönglag


Íslenska óperan býður ykkur hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.


Björk Níelsdóttir hefur komið fram í frumflutningi á fjöldamörgum óperum, leikuppfærslum og tónverkum. Hún hefur tekið þátt í tónleikaferð með Björk og Florence and the Machine sem söng og trompetleikari. Í júní síðastliðnum söng Björk eitt aðalhlutverkið í frumflutningi á óperunni Aarappelvreters eftir David Dramm og Romain Bischoff og var óperan sýnd á Oerol, einni stærstu leiklistarhátíð í Hollandi sem og Karavaan Festival.


Björk Níelsdóttir er fastur meðlimur í Kaja Draksler Oktett, Dúplum dúó, Polyband, Gadus Morhua , Cauda Collective og Stirni Ensemble.


Hún var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2019 og tilnefnd til Grímuverðalaunanna sem söngvari ársins 2019.


Eva Þyri Hilmarsdóttir hefur verið mjög virk í tónlistarlífinu undanfarin ár og hlaut nýverið tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir geisladisk með sönglögum Jórunnar Viðar, ásamt Erlu dóru Vogler. Hún hefur oft komið fram sem flytjandi kammer- og ljóðatónlistar auk þess að halda einleikstónleika.


Eva Þyri tók þátt í nýstárlegri uppfærslu Íslensku óperunnar á Mannsröddinni eftir Poulanc árið 2017 og starfar við Listaháskóla Íslands samhliða tónleikahaldi.

| Aðrir tónleikar

Share by: