Söngskemmtun – Söngvar hjartans
Hvar
Norðurljós
Hvenær
25. mars 2022 kl.20:00
| Um tónleikana
Karin og Elena munu flytja ljóð eftir frönsk, sænsk og íslensk tónskáld á Söngskemmtuninni sem ber yfirskriftina SÖNGVAR HJARTANS. Meðal tónskáldanna eru Debussy, Poulanc og Daníel Bjarnason.
Karin Torbjörnsdóttir kom fram í fyrsta sinn í uppfærslu Íslensku óperunnar árið 2019 og söng þar hlutverk Cherubino í Brúðkaupi Fígarós sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu haustið 2019. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir túlkun sína á hlutverkinu sem Söngvari ársins 2020.
Karin er fjölhæf söngkona og hefur tekið þátt í heimsfrumsýningum á óperum og kammertónlist og komið fram á ýmsum tónleikum, sungið hlutverk í óperum og komið fram á tónlistarhátíðum víða í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Má nefna Lucerne Festival, Anima Mundi Festival í Pisa á Ítalíu, 67th Macau International Music Festival, Barocknacht og Nacht der Komponisten í Salzburg.
Karin fæddist í Svíþjóð og ólst þar upp. Hún lærði frá unga aldri á píanó og stundaði nám í Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og síðar framhaldsnám við Universität Mozarteum í Salzburg. Þaðan lauk hún bæði Bachelorsgráðu í söng hjá Barbara Bonney og Mastersgráðu með láði í Óperusöng og Sviðslistum hjá Andreas Macco.
Elena Postumi píanóleikari hefur tekið þátt í ýmsum uppfærslum Íslensku óperunnar. Hún hóf tónlistargöngu sína við Santa Cecilia tónlistarháskólann í Róm og útskrifaðist með hæstu einkunn í einleik, ljóðameðleik og tónsmíðum. Auk þess lauk hún bakkalárnámi frá ,,La Sapienza’’ Háskólanum í Róm í frönskum og þýskum bókmenntum árið 2017.
Frá árinu 2016 til 2020 stundaði hún nám í ljóðameðleik við tónlistarháskólann í Leipzig undir handleiðslu Prof. Alexander Schmalcz í meistaranámi og Meisterklasse prógrammi skólans.
Hún hefur komið fram víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og árið 2019 þreytti hún frumraun sína með Gewandhaus hljómsveitinni í uppsetningu á “The Carnival of the animals” eftir Saint-Saens við Óperuna í Leipzig. Sem einleikari lék hún tvöfaldan konsert (BWV 106) eftir Bach ásamt Tommaso Graiff í Leipzig 5. píanó konsert eftir Beethoven sem hluti af ,,Beethoven 2020” hátíðarhöldum í Róm. Elena gegnir nú stöðu sem Solorepetiteur og aðstoðarhljómsveitarstjóri við Staatstheater í Darmstadt.
| Aðrir tónleikar
26. apríl 2022 kl.12:15
Kúnstpása - Mín fagra sól
19.april 2022 kl.12:15
Kúnstpása - Sjúk ást
25. mars 2022 kl.20:00
Söngskemmtun – Söngvar hjartans
7. maí 2021 kl. 20:00
Söngskemmtun: Herdís
Anna og Bjarni Frímann
19. mars 2021 kl. 20:00
Söngskemmtun: Ólafur
Kjartan og Bjarni Frímann
23. febrúar 2021 kl. 12:15
Kúnstpása: Björk
og Eva Þyri
9. febrúar 2021 kl. 12:15
Kúnstpása: Guðrún Jóhanna og Helga Bryndís
15. janúar 2021 kl. 20:00
Söngskemmtun: Hrólfur Sæmundsson og Bjarni Frímann
7. nóvember 2020 kl. 16:00
Söngskemmtun: Stuart Skelton og Bjarni Frímann
5. september 2020 kl. 12:15
Kúnstpása: Kristinn og Anna Guðný
6. september 2020 kl. 17:00
Söngskemmtun ÍÓ: Elmar og Bjarni Frímann
12. maí 2020 kl. 12:15
Kúnstpása: Sigrún Hjálmtýsdóttir
og Anna Guðný Guðmundsdóttir
31. mars 2020 kl. 12:15
Kúnstpása: Sigrún Pálmadóttir og Hrönn Þráinsdóttir
25. febrúar 2020 kl. 12:15
Kúnstpása: Egill Árni Pálsson og Hrönn Þráinsdóttir
7. janúar 2020 kl. 12:15
Kúnstpása: Jóhann Schram Reed og Aladar Racz
23. desember 2019 kl. 17:00
Jólasöngvar frá ýmsum löndum kl.
17 á Þorláksmessu í Hörpuhorni
3. desember 2019 kl. 12:15
Kúnstpása: Silja Elsabet og Helga Bryndís
5. nóvember 2019 kl. 12:15
Kúnstpása: Eyjólfur Eyjólfsson og Bjarni Frímann
8. október 2019 kl. 12:15
Kúnstpása: Hrafnhildur Björnsdóttir og Martyn Parkes
25. september 2019 kl. 20:00
Rússnesk söngskemmtun með Andrey
Zhilikhovsky og Bjarna Frímanni
21. maí 2019 kl. 12:15
Kúnstpása: Sígildar óperuperlur
16. apríl 2019 kl. 12:15
Kúnstpása: Ari Ólafsson tenór og
Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari
26. mars 2019 kl. 12:15
Kúnstpása: Eyjan óþekkta
29. janúar 2019 kl. 12:15
Kúnstpása: Elisabeth, Leonora og
Desdemona - kvenhetjur Wagners og Verdi.
11. desember 2018 kl. 12:15
Kúnstpása: Jóna G.Kolbrúnardóttir, Kristín
E. Mäntylä og Eva Þyri Hilmarsdóttir
30. október 2018 kl. 12:15
Kúnstpása: Garðar Thor Cortes
25. september 2018 kl. 12:15
Kúnstpása - Alla leið til Napólí
15. maí 2018 kl. 12:15
Kúnstpása: Oddur Arnþór Jónsson og Somi Kim
13. mars 2018 kl. 12:15
Kúnstpása: Á valdi aríunnar
13. febrúar 2018 kl. 12:15
Kúnstpása: Óperuferðalag
9. janúar 2018 kl. 12:15
Kafarinn - Der Taucher eftir Schubert og Schiller
23. desember 2017 kl. 17:00
Jólalög frá ýmsum löndum - Kór Íslensku óperunnar
19. desember 2017 kl. 12:15
Með fiðrildi í maganum
28. nóvember 2017 kl. 12:15
Tvífarinn
7. nóvember 2017 kl. 12:15
Kúnstpása: Horfin augnablik
26. september 2017 kl. 12:00
Kúnstpása: Stáss með Strauss
11. apríl 2017 kl. 12:15
Kúnstpása: Sigríður Ósk og Hrönn Þráinsdóttir
21. mars 2017 kl. 12:15
Kúnstpása: Ævintýri og goðsagnir
31. janúar 2017 kl. 12:15
Kúnstpása: Í örmum ástarinnar - sjö æskusöngvar
13. desember 2016 kl. 12:15
Kúnstpása: Hanna Þóra og Hrönn
15. nóvember 2016 kl. 12:15
Kúnstpása: Skrautfjaðrir