Kúnstpása: Guðrún Jóhanna og Helga Bryndís

Hvar

Norðurljós

Hvenær 

9. febrúar 2021 kl. 12:15

| Um tónleikana

Þær Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari munu flytja fjölbreytta dagskrá á næstu Kúnstpásu Íslensku óperunnar, þriðjudaginn 9. febrúar kl. 12:15.


Þessar frábæru listakonur þarf ekki að kynna fyrir áhorfendum en þær eiga báðar glæsilegan tónlistarferil að baki og hafa komið víða fram hérlendis og erlendis.


Fyllsta öryggis verður gætt og til þess að framfylgja sóttvarnarreglum þarf að panta miða í gegnum miðasölukerfi Hörpu en tónleikarnir eru án endurgjalds. Sætin verða númeruð og grímuskylda á tónleiknum.


Efnisskrá

C. W. Gluck

O, del mio dolce ardor (úr Paride ed Elena)


C. W. Gluck

Ahimè…Che farò senza Euridice? (úr Orfeo ed Euridice)


W. A. Mozart

Voi, che sapete (úr Le nozze di Figaro)


W. A. Mozart

Non so più cosa son (úr Le nozze di Figaro)


W. A. Mozart

Parto, parto (úr La clemenza di Tito)


G. Giménez

Zapateado (úr La Tempranica)


G. Giménez

Sierras de Granada (úr La Tempranica)


Íslenska óperan býður ykkur hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

| Aðrir tónleikar

Share by: