Kúnstpása: Í örmum ástarinnar - sjö æskusöngvar
Hvar
Hvenær
31. janúar 2017 kl. 12:15
| Um tónleikana
Flytjendur eru Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari
Efnisskrá tónleikanna:
Gabriel Fauré:
Après un rêve (Eftir draum)
En prière (Á bæn)
Alban Berg:
Sieben frühe Lieder
Nacht (Nótt)
Schilflied (Sefljóð)
Die Nachtigall (Næturgalinn)
Traumgekrönt (Draumkóróna)
Im Zimmer (Innandyra)
Liebesode (Ástaróður)
Sommertage (Sumardagar)
Francis Poulenc:
C
Les chemins d’amour (Vegir ástarinnar)
Á þessum tónleikum hljóma verk eftir þýsk og frönsk tónskáld sem spanna mörk síðrómantíkur og nútímalegra tónmáls. Gabriel Fauré (1845–1924) var eitt helsta tónskáld sinnar kynslóðar í Frakklandi, auk þess sem hann var prófessor og um skeið rektor Tónlistarháskólans í París. Hann var iðinn við smíði sönglaga, eða þess sem á frönsku nefnist mélodie. Hér hljóma tvö slík – hið angurværa Après un rêve þar sem ljóðmælandinn óskar sér þess að fá aftur að sökkva í draumaheim ástarinnar, og En prière sem er auðmjúk bæn til Drottins.
Austurríska tónskáldið Alban Berg (1885–1935) leit bæði fram á við og um öxl í tónlistinni. Í verkum sínum gefur hann í skyn hinn gamla heim tóntegundanna, sem þó er ávallt eins og rétt utan seilingar. Þetta má heyra í nokkrum sönglögum sem Berg samdi ungur og valdi til útgáfu síðar á ævinni, Sieben frühe Lieder, þar sem áhrifin koma úr ýmsum áttum. Greina má andblæ Debussys í fyrsta laginu, Brahms í því þriðja og Richards Strauss í því fimmta. Í síðasta laginu er grunnur tóntegundanna orðinn óstöðugri en áður; tónlistin sver sig meira í ætt við Schönberg sem var einmitt kennari Bergs þegar lögin urðu til.
Francis Poulenc (1899–1963) var um margt hefðbundið tónskáld sem hélt sig innan ramma tóntegundakerfisins í víkkuðum skilningi 20. aldar, með þykkum hljómum sem þó láta vel í eyrum. Lögin sem hér hljóma voru bæði samin á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Sumarið 1940 hafði þýski herinn náð norðanverðu Frakklandi á sitt vald en í suðurhluta landsins ríkti eins konar leppstjórn nasista. Frakkland var hernumið um fjögurra ára skeið og það setti vitaskuld mark sitt á tónlistarlífið. Poulenc starfaði í andspyrnuhreyfingum og í tónsmíðum hans frá stríðsárunum má greina kvíða og harm. C (1943) er sönglag þar sem dregin er upp mynd af hinum sögufræga stað Ce, nærri Tours, þar sem Rómverjar höfðu sigur í orrustu við Gallíumenn á fyrstu öld fyrir Krist og aftur máttu Frakkar bíða lægri hlut gegn óvininum þegar nasistaherinn réðist inn í landið. Ljóðið er eftir andspyrnuskáldið Louis Aragon sem dregur upp myndir af glæstri fortíð landsins og ber saman við eyðileggingu samtímans – rós á veginum og svanir á virkisgröfunum víkja fyrir „oltnum vögnum“ og „illa þerruðum tárum“ – og tónlist Poulencs er angurvær og tregablandin. Lagið Vegir ástarinnar (1940) hefur léttara yfirbragð enda upphaflega leikhúsmúsík með yfirbragði kaffihúsaslagara.
ÁHI
| Aðrir tónleikar
26. apríl 2022 kl.12:15
Kúnstpása - Mín fagra sól
19.april 2022 kl.12:15
Kúnstpása - Sjúk ást
25. mars 2022 kl.20:00
Söngskemmtun – Söngvar hjartans
7. maí 2021 kl. 20:00
Söngskemmtun: Herdís
Anna og Bjarni Frímann
19. mars 2021 kl. 20:00
Söngskemmtun: Ólafur
Kjartan og Bjarni Frímann
23. febrúar 2021 kl. 12:15
Kúnstpása: Björk
og Eva Þyri
9. febrúar 2021 kl. 12:15
Kúnstpása: Guðrún Jóhanna og Helga Bryndís
15. janúar 2021 kl. 20:00
Söngskemmtun: Hrólfur Sæmundsson og Bjarni Frímann
7. nóvember 2020 kl. 16:00
Söngskemmtun: Stuart Skelton og Bjarni Frímann
5. september 2020 kl. 12:15
Kúnstpása: Kristinn og Anna Guðný
6. september 2020 kl. 17:00
Söngskemmtun ÍÓ: Elmar og Bjarni Frímann
12. maí 2020 kl. 12:15
Kúnstpása: Sigrún Hjálmtýsdóttir
og Anna Guðný Guðmundsdóttir
31. mars 2020 kl. 12:15
Kúnstpása: Sigrún Pálmadóttir og Hrönn Þráinsdóttir
25. febrúar 2020 kl. 12:15
Kúnstpása: Egill Árni Pálsson og Hrönn Þráinsdóttir
7. janúar 2020 kl. 12:15
Kúnstpása: Jóhann Schram Reed og Aladar Racz
23. desember 2019 kl. 17:00
Jólasöngvar frá ýmsum löndum kl.
17 á Þorláksmessu í Hörpuhorni
3. desember 2019 kl. 12:15
Kúnstpása: Silja Elsabet og Helga Bryndís
5. nóvember 2019 kl. 12:15
Kúnstpása: Eyjólfur Eyjólfsson og Bjarni Frímann
8. október 2019 kl. 12:15
Kúnstpása: Hrafnhildur Björnsdóttir og Martyn Parkes
25. september 2019 kl. 20:00
Rússnesk söngskemmtun með Andrey
Zhilikhovsky og Bjarna Frímanni
21. maí 2019 kl. 12:15
Kúnstpása: Sígildar óperuperlur
16. apríl 2019 kl. 12:15
Kúnstpása: Ari Ólafsson tenór og
Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari
26. mars 2019 kl. 12:15
Kúnstpása: Eyjan óþekkta
29. janúar 2019 kl. 12:15
Kúnstpása: Elisabeth, Leonora og
Desdemona - kvenhetjur Wagners og Verdi.
11. desember 2018 kl. 12:15
Kúnstpása: Jóna G.Kolbrúnardóttir, Kristín
E. Mäntylä og Eva Þyri Hilmarsdóttir
30. október 2018 kl. 12:15
Kúnstpása: Garðar Thor Cortes
25. september 2018 kl. 12:15
Kúnstpása - Alla leið til Napólí
15. maí 2018 kl. 12:15
Kúnstpása: Oddur Arnþór Jónsson og Somi Kim
13. mars 2018 kl. 12:15
Kúnstpása: Á valdi aríunnar
13. febrúar 2018 kl. 12:15
Kúnstpása: Óperuferðalag
9. janúar 2018 kl. 12:15
Kafarinn - Der Taucher eftir Schubert og Schiller
23. desember 2017 kl. 17:00
Jólalög frá ýmsum löndum - Kór Íslensku óperunnar
19. desember 2017 kl. 12:15
Með fiðrildi í maganum
28. nóvember 2017 kl. 12:15
Tvífarinn
7. nóvember 2017 kl. 12:15
Kúnstpása: Horfin augnablik
26. september 2017 kl. 12:00
Kúnstpása: Stáss með Strauss
11. apríl 2017 kl. 12:15
Kúnstpása: Sigríður Ósk og Hrönn Þráinsdóttir
21. mars 2017 kl. 12:15
Kúnstpása: Ævintýri og goðsagnir
31. janúar 2017 kl. 12:15
Kúnstpása: Í örmum ástarinnar - sjö æskusöngvar
13. desember 2016 kl. 12:15
Kúnstpása: Hanna Þóra og Hrönn
15. nóvember 2016 kl. 12:15
Kúnstpása: Skrautfjaðrir