Kúnstpása: Hrafnhildur Björnsdóttir og Martyn Parkes

Hvar

Norðurljós

Hvenær 

8. október 2019 kl. 12:15

| Um tónleikana

Sópransöngkonan Hrafnhildur Björnsdóttir kemur fram á fyrstu Kúnstpásu starfsársins ásamt eiginmanni sínum, píanóleikaranum Martyn Parkes. Þau flytja aríur eftir Puccini og Gounod auk sönglaga úr óperettum eftir Gilbert og Sullivan, Bernstein ofl.

Tónleikarnir eru í Norðurljósasal Hörpu.


Hrafnhildur Björnsdóttir stundaði söngnám hjá Þuríði Pálsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í Söngskólanum í Reykjavík og síðar í Trinity College of Music í London hjá David Thomas þar sem hún lauk einsöngvaraprófi. Hún hefur sungið hjá English National Opera, Scottish Opera, English Touring Opera, Óperu Austurlands, Sumar óperunni og hjá Íslensku óperunni. Einsöngshlutverk eru, Næturdrottningin úr Töfraflautunni (Mozart) og 1. Dama, Gréta í Hans og Grétu (Humperdink), Gianetta í Ástardrykknum (Donizetti) Adele í Leðurblökunni (Strauss) Frasquita í Carmen (Bizet) Lucia í The Rape of Lucretia (Britten) Venere, Fortuna og Damigella í Poppea (Monteverdi) Najade í Ariadne auf Naxos (R Strauss).


Hrafnhildur hefur sungið í fjölmörgum óratoríum og komið fram á einsöngstónleikum á Englandi, Skotlandi, Þýskalandi og nú síðast í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Hrafnhildur er búsett í Englandi og rekur ásamt eiginmanni sínum Impromptu Opera og Art Song International.

Hrafnhildi finnst ekkert yndislegra en að koma heim og syngja. 


Kúnstpása stendur í um 30 mínútur og eru allir hjartanlega velkomnir.  Frítt inn!

| Aðrir tónleikar

Share by: