Ragnheiður

Tónskáld

Gunnar Þórðarson

Líbrettó

Friðrik Erlingsson

Tungumál

Íslenska

Lengd

180 mín. / 3 þættir / 1 hlé

Frumsýning

1. mars 2014

| Um sýninguna

Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson var frumsýnd hjá Íslensku óperunni í mars síðastliðnum og er óhætt að segja að hún hafi slegið gjörsamlega í gegn, því uppselt var á allar sýningar og komust færri að en vildu. Bæði gagnrýnendur og gestir spöruðu ekki hrósyrðin og hlaut sýningin fimm stjörnur margra gagnrýnenda. Þá sópaði hún að sér tilnefningum og verðlaununum á Grímunni 2014, þar sem hún var meðal annars valin Sýning ársins 2014.


Efnt verður til tveggja aukasýninga á Ragnheiði um jólin, laugardaginn 27. desember og sunnudaginn 28. desember og hefst miðasala á sýningarnar í byrjun nóvember.


Í aðalhlutverkum eru Þóra Einarsdóttir sem Ragnheiður biskupsdóttir, Viðar Gunnarsson í hlutverki Brynjólfs Sveinssonar biskups, og Elmar Gilbertsson í hlutverki Daða Halldórssonar, en lesa má nánar um hlutverkaskipan hér. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari og leikstjóri er Stefán Baldursson, en lesa má nánar um hverjir fara með listræna stjórn hér.


Óperan fjallar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, biskupsdóttur í Skálholti á 17. öld, ástarsamband hennar við lærimeistara sinn Daða Halldórsson og fordæmingu föður hennar, Brynjólfs biskups Sveinssonar, á því sambandi. Eins og frægt er, var Ragnheiður neydd til þess að sverja eið þess efnis að hún hefði ekki átt í holdlegu sambandi við Daða né nokkurn annan mann. Níu mánuðum eftir eiðtökuna ól hún svo sveinbarn þeirra Daða. Efni þetta hefur áður orðið ýmsum listamönnum viðfangsefni. Einna frægust er skáldsaga Guðmundar Kamban, Skálholt, og samnefnt leikrit hans.


Sýningin er tæpar þrjár klukkustundir að lengd, með hléi. Tuttugu mínútna hlé er eftir fyrsta þátt. 

| Listrænt teymi

Hljómsveitarstjóri
Petri Sakari

Leikstjóri
Stefán Baldursson

Leikmyndahönnuður
Gretar Reynisson

Danshöfundur
Ingibjörg Björnsdóttir

Ljósahönnuður
Páll Ragnarsson

Búningahönnuður
Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir

Aðstoðarhljómsveitarstjóri
Guðmundur Óli Gunnarsson

Myndbandshönnuður
Arnar Steinn Friðbjarnarson

Myndbandshönnuður
Helena Stefánsdóttir

| Hlutverk

Don Carlo
Jóhann Friðgeir Valdimarsson

Filippus II
Kristinn Sigmundssson

Rodrigo

Oddur Arnþór Jónsson

Elisabetta
Helga Rós Indriðadóttir

Eboli
Hanna Dóra Sturludóttir

Yfirdómari rannsóknarréttarins
Guðjón Óskarsson

Munkur

Viðar Gunnarsson

Tebaldo
Erla Björg Káradóttir

Rödd af himnum
Hallveig Rúnarsdóttir

Greifinn af Lerma / Sendiboði

Örvar Már Kristinsson

| Kór

Sópran
Edda Austmann

Elma Atladóttir

Guðrún Helga Stefánsdóttir

Hanna Björk Guðjónsdóttir

Hanna Þóra Guðbrandsdóttir

Ingibjörg Ólafsdóttir

Rósalind Gísladóttir

Þóra Björnsdóttir

Unnur Helga Möller

Alt
Erla Dóra Vogler

Jóhanna Ósk Valsdóttir

Kristín Sigurðardóttir

Sigurlaug Knudsen

Soffía Stefánsdóttir

Svava Kristín Ingólfsdóttir

Tenór
Jón Ingi Stefánsson

Jón Sigurður Snorri Bergsson

Kristinn Kristinsson

Ólafur Rúnarsson

Örvar Már Kristinsson

Pétur Húni Björnsson

Sigurjón Jóhannesson

Skarphéðinn Þór Hjartarson

Sveinn Enok Jóhannsson

Bassi
Ásgeir Eiríksson

Hjálmar P. Pétursson

Jóhann Kristinsson

Jón Leifsson

Karl Már Lárusson

Sigurður Haukur Gíslason

| Aðrar sýningar

Share by: