Kúnstpása - Litrík örlög

Norðurljós

4. apríl kl 12.15

Aðgangur ókeypis

| Um viðburðinn

Bryndís Guðjónsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir flytja verk eftir Mozart, Donizetti, Bernstein og Kálmán undir yfirskriftinni Litrík örlög. 


Bryndís Guðjónsdóttir útskrifaðist með bæði Bakkalár- og Meistaragráðu í Opera and Musicaltheater frá Mozarteum Tónlistarháskólanum í Salzburg með láði, þar sem hún lærði hjá hjá Michèle Crider. Bryndís er sigurvegari nokkurra keppna í Evrópu og má þar nefna XVIII Certamen Nuevas Voces Ciudad de Sevilla (2022), Riccardo Zandonai á Garda á Ítalíu (2021), Duschek í Prag, Tékklandi (2018) og Ungir einleikarar á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands (2018). Bryndís hefur komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum Ungra einleikara undir stjórn Daniel Raiskin (2018), sópran sólóið í níundu Sinfóníu Beethovens undir stjórn Daniel Raiskin (2019), Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Evu Ollikainen (2021) og í Ævintýrinu um Töfraflautuna undir stjórn Kornilios Michailidis (2023). Í mars 2023 söng Bryndís einsöngs tónleika í Sevilla á Spáni og í vor mun hún syngja Carmina Burana í Liederhalle Stuttgart með Prague Royal Philharmonic og syngja hlutverk Cunegonde úr óperunni Candide eftir L. Bernstein í Óperuhúsinu í Kiel í Þýskalandi. Einnig mun Bryndís syngja í Velkomin heim tónleikaröðinni í Hörpu og Óperugala í Santander á Spáni undir stjórn Christan Frattima.


Helga Bryndís Magnúsdóttir lauk einleikara-og kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem aðalkennari hennar var Jónas Ingimundarson, og stundaði síðan framhaldsnám við Konservatoríið í Vínarborg og Sibeliusarakademíuna í Helsinki. Hún hefur leikið fjölmörg einleiksprógrömm, m.a. í Salnum í Kópavogi, á Listahátíð í Reykjavík og um allt land. Hún hefur auk þess leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, píanókonserta eftir Ravel, Poulenc, Brahms, Gershwin og Bach. Hún hefur leikið mikinn fjölda tónleika með fremstu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins, hljóðritað marga geisladiska í samstarfi við aðra og gefið út geisladisk með einleiksverkum eftir Robert Schumann. Hún hefur einnig gert upptökur fyrir sjónvarp og útvarp, bæði ein og með öðrum Helga Bryndís starfar um þessar mundir við Tónlistarskóla Kópavogs og í Sinfóníuhljómsveit Íslands.


| Aðrir viðburðir

Share by: