Kúnstpása Sjúk ást
Norðurljós
19.apríl kl 12.15
Aðgangur ókeypis
| Um viðburðinn
Ari Ólafsson tenór kom fyrst fram þegar hann lék Oliver Twist í uppsetningu Þjóðleikhúsinu árið 2009. Árið 2011 söng hann í Eldborg með Sissel Kyrkjebø og einnig fimm árum seinna í Hörpu á jólatónleikum hennar. Árið 2017 varð hann í 1. sæti söngkeppninni Vox Domini og fór síðan til náms til Englands við The Royal Academy of Music. Þaðan mun hann útskrifast í vor.
Ari kom fram á óperukynningum Íslensku óperunnar þegar óperan Évgení Onegin var flutt í Hörpu árið 2016 og söng þar hina þekktu aríu Lenskís „Kuda, kuda“ en árið 2018 varð mjög viðburðaríkt í lífi Ara því þá tók hann þátt í Eurovision í Lisabon fyrir hönd Íslands.
Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari hefur komið fram á tónleikum víða sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar auk þess að hafa hljóðritað fyrir útvarp og leikið inn á geisladiska. Hún verið virk í flutningi nýrrar tónlistar m.a. á Myrkum Músíkdögum og með kammersveitinni Ísafold ásamt því að hafa frumflutt fjölda sönglaga. Hún hefur sinnt uppeldisstarfi ungra söngvara, verið tónlistarstjóri hjá óperudeild Söngskólans í Reykjavík og starfað með mörgum helstu söngvurum landsins um árabil.
Í fögrum Dal - Jón Thoroddsen
Var det en dröm – Jean Sibelius
Ouvre tes yeux bleu – Julius Massenet
Vmaltjani Noji taj noj – Serge Rachmaninoff
Leitin - Sigvaldi Kaldalóns
Wie Soll ich frölich sein – Hugo Wolf
Njet tolka tot kto znal - Piotr Tchaikovsky
Der Zwerg - Richard Strauss
| Aðrir viðburðir