Kúnstpása                Aríur frá síðustu öld

Norðurljós

26. nóvember kl 12.15

Ókeypis aðgangur

| Um viðburðinn

Oddur A. Jónsson bariton og Eva Þyri Hilmarsdóttir flytja nokkrar uppáhalds aríur frá síðustu öld eftir Strauss, Korngold, Britten o.fl. á þessari fyrstu Kúnstpásu starfsársins


Oddur A. Jónsson, baritón, stundaði framhaldsnám í óperu- og ljóðasöng við Mozarteum háskólann í Salzburg, Austurríki. Þar hlaut Lilli Lehmann viðurkenninguna fyrir framúrskarandi meistarapróf. Oddur var tilnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2014 fyrir hlutverk sitt í Don Carlo, sem var frumraun hans hjá Íslensku óperunni og sem söngvari ársins á Grímunni fyrir sama hlutverk. 

Oddur var tilnefndur sem söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir hlutverk sín hjá Íslensku óperunni í Don Carlo, Rakaranum í Sevilla og Don Giovanni. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga í alþjóðlegum ljóðakeppnum m.a. Schubert verðlaunin og Francesc Viñas keppninni í Barcelona. Hann sigraði Brahms-keppnina í Pörtschach í Austurríki og varð þriðji í Schubert keppninni í Dortmund, Þýskalandi. 

Oddur söng nýverið aðalhlutverkið í óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason en hún var fyrst flutt á Íslandi 2018 og þá með Odd í sama hlutverki, en hann hefur fengið einróma lof fyrir túlkun sína á hlutverkinu.

Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari stundaði nám við Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum, Danmörku, og lauk þaðan einleikaraprófi. Að því loknu nam hún við The Royal Academy of Music í London, en þaðan útskrifaðist hún með hæstu einkunn, hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og The Christian Carpenter Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika.


Eva Þyri komið fram sem einleikari með hljómsveit og tekið þátt í frumflutningi íslenskra og erlendra verka og undanfarin ár hefur hún einnig lagt mikla áherslu á flutning ljóða- og kammertónlistar. 

Árið 2017 tók Eva Þyri þátt í uppsetningu Íslensku óperunnar á Mannsröddinni eftir Poulenc og ári síðar gaf hún út geisladisk með sönglögum Jórunnar Viðar ásamt Erlu Dóru Vogler í tilefni aldarafmælis hennar, en diskurinn hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins 2018. Eva Þyri kennir við Listaháskóla Íslands samhliða tónleikahaldi.

| Aðrir viðburðir

Share by: