Kúnstpása - Ástin nærir og særir
Norðurljós
10. maí kl 12.15
Aðgangur ókeypis
| Um viðburðinn
Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran kom fram sem einsöngvari með SÍ á tónleikunum Ungir einleikarar í janúar 2017. Árið 2018 þreytti hún frumraun sína hjá Íslensku Óperunni í hlutverki Grétu í óperunni “Hans og Gréta” í Hörpu. Jóna var einsöngvari á tónleikunum “Íslendingasögur - Sinfónísk sagnaskemmtun” sem haldnir voru í Eldborg á fullveldishátíð Íslands 1. desember 2018 þar sem hún kom fram með SÍ og kom fram á Vínartónleikum Sinfóníunnar í janúar 2020. Hún söng sitt fyrsta hlutverk við Konunglegu Óperuna í Kaupmannahöfn í september sama ár sem Papagena í “Töfraflautunni” eftir Mozart. Jóna var meðal einsöngvara á tónleikunum “Klassíkin okkar” nýverið í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands sem voru einnig sýndir beint á RÚV.
Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari hefur komið fram á tónleikum víða sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar auk þess að hafa hljóðritað fyrir útvarp og leikið inn á geisladiska.
Hrönn hefur verið virk í flutningi nýrrar tónlistar m.a. á Myrkum Músíkdögum og með kammersveitinni Ísafold ásamt því að hafa frumflutt fjölda sönglaga. Hún hefur sinnt uppeldisstarfi ungra söngvara, verið tónlistarstjóri hjá óperudeild Söngskólans í Reykjavík og starfað með mörgum helstu söngvurum landsins um árabil.
EFNISSKRÁ -
ÁSTIN NÆRIR OG SÆRIR
Celius Dougherty - Love in the dictionary -
Jórunn Viðar / Halldór Laxness - Unglingurinn í skóginum -
E. Grieg / Arne Garborg - Møte - úr Haugtussa
W. A. Mozart - In uomini, in soldati - aría Despinu úr óperunni Così fan tutte
C. W. Gluck - Qual vita e questa mai…Che fiero momento - aría Euridice úr óperunni Orfeo ed Euridice
E. Grieg / Goethe - Zur Rosenzeit Op. 48/5
J. Sibelius / M. Susman - Im Feld ein Mädchen singt
F. Poulenc / Jean Anouilh - Les Chemins de l’amour -úr leikritinu Léocadia
J. Brahms / A. H. von Fallersleben - Ewige Liebe
Karl Ó. Runólfsson / Valdimar Hólm Hallstað - Í fjarlægð
R. Strauss / A. F. von Schack - Ständchen
William Bolcom / Arnold Weinstein - Amor
| Aðrir viðburðir