Kúnstpása: Kristinn og Anna Guðný
15. september 2020
| Tónleikar
Á fyrstu Kúnstpásu starfsársins 2020/21 komu fram þau Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Þessa ástsælu tónlistarmenn þarf vart að kynna en þau hafa undanfarin ár átt gjöfult og farsælt samstarf á tónlistarsviðinu. Þau Kristinn og Anna Guðný flytja fjölbreytta dagskrá og á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Schubert, Strauss og Jón Ásgeirsson.