Kúnstpása: Álfar og menn

Where

When

20. september 2016 kl. 12:15

| About

Agnes Thorsteinsdóttir, mezzósópran og Marcin Koziel, píanóleikari.


Á fyrstu hádegistónleikum Kúnstpásuraðar Íslensku óperunnar í Norðurljósasal Hörpu þriðjudaginn 20. september stígur fram ung og upprennandi mezzósópransöngkona, Agnes Thorsteins. Hún mun syngja nokkur af sínum eftirlætisverkum og meðleikari á píanó er Marcin Koziel.


Efnisskráin státar af ljóðum og aríum eftir tónskáld á borð við Sigvalda Kaldalóns, Jón Ásgeirsson, Strauss, Schubert, Mozart og Bizet.


Agnes starfar nú við óperuhúsið Theater Krefeld und Mönchengladbach í Þýskalandi.

Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir er á tónleikana á þriðjudaginn, sem hefjast á slaginu kl. 12:15.

| More concerts

Share by: