Uppákoma í Bláa lóninu
10. maí 2010
| Tjaldið fellur
Íslenska óperan í Bláa lóninu á Evrópska óperudeginum 8. maí árið 2010.
Óperusöngvararnir Hulda Björk Garðarsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Gréta Hergils og Gissur Páll Gissurarson komu óvænt fram á nokkrum fjölförnum stöðum ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara og sungu nokkra vinsæla óperusamsöngva, þar á meðal í Bláa lóninu þar sem gestum var komið skemmtilega á óvart í amstri hversdagsins!