Valkyrjan frumsýnd í febrúar

1. september 2020

Óperan Valkyrjan eftir Wagner, sem til stóð að sýna í maí sl., verður flutt dagana 25. og 27. febrúar 2021 í Eldborg í samstarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar á Listahátíð í Reykjavík. Hljómsveitinni stjórnar Eva Ollikainen. Leikstjóri er Julia Burbach og videóhönnuður Tal Rosner, en hann hefur meðal annars unnið til BAFTA-verðlaunanna og starfað við National Theatre í Lundúnum og Lincoln Center í New York. Þetta verður í fyrsta sinn sem óperan er flutt í fullri lengd á Íslandi og markar flutningurinn því tímamót í sögu óperuflutnings á Íslandi.

Hlutverkaskipan er eftirfarandi:
Iréne Theorin - Brünnhilde
Christopher Ventris - Siegmund
Jamie Barton - Fricka
Claire Rutter - Sieglinde
TBA - Wotan
Kristinn Sigmundsson - Hunding
Lilja Guðmundsdóttir - Helmwige
Sigrún Pálmadóttir - Gerhilde
Margrét Hrafnsdóttir - Ortlinde
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir - Waltraute
Agnes Thorsteins - Siegrune
Guja Sandholt - Roβweiβe
Hildigunnur Einarsdóttir - Grimgerde
Svanhildur Rósa Pálmadóttir – Schwertleite

Miðasala fer fram í Hörpu og verður hægt að nálgast miða þar og á netinu: www.harpa.is

Eftir Elfa Sif Logadóttir 9. maí 2023
Söngvur­um í óper­unni Madama Butterfly var ákaft fagnað í Hörpu á lokasýningunni síðastliðinn laugardag. Þá sér­stak­lega söng­kon­unni Hye-Youn Lee, sem fór með aðal­hlut­verk Cio-Cio San í sýn­ing­unni. Sýningin fékk frábærar viðtökur meðal gagrýnanda og áhorfenda sem sáu sýninguna. Íslenska óperan þakkar öllum kærlega fyrir komuna.
Eftir Elfa Sif Logadóttir 28. nóvember 2022
Það vantaði ekki upp á stemn­ing­una og voru tón­leika­gest­irn­ir hver öðrum glæsi­legri.
ALLAR FRÉTTIR