Söngskemmtun streymt vegna samkomutakmarkana

5. nóvember 2020

Stuart Skelton óperusöngvari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari munu koma fram á Söngskemmtun laugardaginn 7. nóvember kl 16.00 í Norðurljósum, en vegna samkomutakmarkana verður tónleikunum eingöngu streymt án áhorfenda í sal í þetta sinn.

Stuart Skelton óperusöngvari sem margir muna frá uppfærslu Íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á óperunni Peter Grimes árið 2015 og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari og tónlistarstjóri Íslensku óperunnar munu koma fram á Söngskemmtun laugardaginn 7. nóvember kl 16.00 í Norðurljósum.

Þessa frábæru listamenn þarf ekki að kynna, en Stuart sem er fæddur í Ástralíu hefur um árabil verið meðal leiðandi óperusöngara heims og sungið við öll stærstu óperuhúsin s.s. Metropolitan í New York. Hann hefur verið tilnefndur til Grammy verðlaunanna og hlotið hin virtu Alþjóðlegu Óperuverðlaun árið 2014 sem Söngvari ársins.

Á efnsskránni eru ýmsar þekktar aríur og sönglög sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá listamönnunum.

Eftir Elfa Sif Logadóttir 9. maí 2023
Söngvur­um í óper­unni Madama Butterfly var ákaft fagnað í Hörpu á lokasýningunni síðastliðinn laugardag. Þá sér­stak­lega söng­kon­unni Hye-Youn Lee, sem fór með aðal­hlut­verk Cio-Cio San í sýn­ing­unni. Sýningin fékk frábærar viðtökur meðal gagrýnanda og áhorfenda sem sáu sýninguna. Íslenska óperan þakkar öllum kærlega fyrir komuna.
Eftir Elfa Sif Logadóttir 28. nóvember 2022
Það vantaði ekki upp á stemn­ing­una og voru tón­leika­gest­irn­ir hver öðrum glæsi­legri.
ALLAR FRÉTTIR