• Það er mikið tilhlökkunarefni að kynna næstu sýningu Íslensku óperunnar Don Giovanni eftir W.A. Mozarts sem frumsýnd verður hjá Íslensku óperunni þann 27. febrúar 2016 n.k.

    Með titilhlutverkið Don Giovanni fer Oddur Arnþór Jónsson sem sló eftirminnilega í gegn sem Rakarinn frá Sevilla í síðust uppfærslu Íslensku óperunnar í október 2015. Donna Anna er Hallveig Rúnarsdóttir, Donna Elvira Hanna Dóra Sturludóttir, Zerlina Þóra Einarsdóttir, Don Ottavio er sunginn af  Elmari Gilbertssyni, Masetto af Ágústi Ólafssyni, Commendatore af Jóhann Smári Sævarsson og Leporello verður sunginn af erlendum gestasöngvara.

    Listræna teymið verður sem hér segir; Benjamin Levy - hljómsveitarstjóri frá París, Kolbrún Halldórsdóttir - leikstjóri, Snorri Freyr Hilmarsson - hönnuður leikmyndar, María Ólafsdóttir - hönnuður búninga, Björn Bergsteinn Guðmundsson - ljósahönnuður.

    Óperan hefur frá fyrstu tíð verið talið meistaraverk og þegar Rossini var spurður að því hvaða af hans eigin óperum væri hans eftirlæti svaraði hann: "Don Giovanni". Tónskáld á borð við Tchaikovsky og  Charles Gounod lýstu verkinu sem fullkominni tónsmíð og rithöfundurinn Gustav Flaubert,höfundur Madame Bovary, sagði að "Don Giovanni, Hamlet og hafið væru þrjú bestu sköpunarverk Guðs".   

Fréttir

Onegin og Tosca 2016-2017.

21. nóvember 2015

Í viðtali við Steinunni Birnu Ragnarsdóttu í Fréttablaðinu í dag, 21.nóvember, kemur fram

að nú þegar liggur fyrir verkefnaval fyrir næsta starfsár - 2016-2017 og er mikið ánægjuefni að 

geta kynnt tvö næstu verkefni til sögunnar.
Fimmta og síðasta sýning á Rakaranum 13.nóvember

12. nóvember 2015

Föstudaginn 13.nóvember er fimmta og jafnframt síðasta sýning á Rakaranum frá Sevilla í Eldborgarsal Hörpu. 
Á þessari sýningu bætist hinn ástsæli Kristinn Sigmundsson í hópinn en hann syngur hlutverk hins kostulega Don Basilios. Það er tilhlökkun...
Ærslafulllur,ferskur og óheftur Rakari

20. október 2015

Brot úr dómi um sýninguna sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þriðjudaginn 20.október.

,,Ærslagangurinn í þessari uppfærsu á Rakaranum skapar ferska, óhefta og um leið alþýðlega útgáfu af verkinu, nánast óperettulega og var því vel tekið meðal...
Óperupósturinn

Óperupósturinn færir þér fréttir af því sem er efst á baugi í Íslensku óperunni og hjá Vinafélaginu.