Fréttir

ÁHEYRNARPRUFUR Í KÓR ÍSLENSKU ÓPERUNNAR

20. maí 2015

Íslenska óperan auglýsir áheyrnarprufur fyrir Kór Íslensku óperunnar. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi stundað söngnám á framhaldsstigi og hafi reynslu af kórsöng. Lögð er áhersla á færni í nótnalestri. Sviðsreynsla er æskileg.
STEINUNN BIRNA RAGNARSDÓTTIR NÝR ÓPERUSTJÓRI ÍSLENSKU ÓPERUNNAR

19. apríl 2015

Steinunn Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar. Hún tekur við af Stefáni Baldurssyni, sem gegnt hefur starfi óperustjóra síðastliðin átta ár. Fimmtán umsækjendur sóttu um stöðuna. Steinunn Birna tekur til starfa síðar...
STAÐA ÓPERUSTJÓRA AUGLÝST

28. febrúar 2015

Stefán Baldursson lætur af störfum sem óperustjóri á þessu ári og er staða óperustjóra því auglýst laus til umsóknar í atvinnublöðum dagblaðanna í dag. Stefán tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar árið 2007 og á því átta farsæl ár að baki...
Óperupósturinn

Óperupósturinn færir þér fréttir af því sem er efst á baugi í Íslensku óperunni og hjá Vinafélaginu.