Hádegistónleikar í Norðurljósum

 2013-2014
Hádegistónleikar í Norðurljósum
RAGNHEIÐUR - sýningum lokið
Miðasala
CARMEN - sýningum lokið

 Skrá sig á póstlista

 Vissir þú þetta?
Samkvæmt ítalskri hefð hrópa óperugestir Bravo, Brava, Bravi eða Brave, allt eftir fjölda og kynferði þeirra söngvara sem verið er að fagna hverju sinni ...
 

DIDDÚ Á HÁDEGISTÓNLEIKUM MÁNUDAGINN 28. APRÍL

Ein virtasta og ástsælasta söngkona okkar Íslendinga, Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú, kemur fram á næstu hádegistónleikum Íslensku óperunnar ásamt píanóleikaranum Antoníu Hevesi. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum mánudaginn 28. apríl kl. 12.15, en af óviðráðanlegum ástæðum þurfti að fresta tónleikunum um tæpa viku, frá þriðjudeginum 22. apríl eins og upphaflega hafði verið ráðgert.

Tónleikarnir bera yfirskriftina „Bjöllur og næturgalar" og á efnisskránni eru óperuaríur og sönglög úr ýmsum áttum.

Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.


SÝNINGUM Á RAGNHEIÐI LOKIÐ

Sýningum á óperunni Ragnheiði er lokið og fór síðasta sýningin fram sunnudagskvöldið 6. apríl. Alls voru níu sýningar á verkinu og var uppselt á allar sýningar. Hátt á þrettánda þúsund manns hafa því séð sviðsetninguna á þessari nýju íslensku óperu.

Smelltu hér til að skrá þig á Óperupóstlistann og fylgjast með því sem er framundan hjá Íslensku óperunni!


MEÐAL UMMÆLA UM RAGNHEIÐI

***** „Framúrskarandi sviðsetning stórfenglegrar óperu ... Gæsahúð hvað eftir annað ... Bravissimo“ - Jónas Sen, Fréttablaðinu

***** „Fagmennska, fágun og öryggi“ Hlín Agnarsdóttir, DV

„Stórkostlegt kvöld...fallegasta og stílhreinasta óperusýning sem ég hef séð á Íslandi í langan tíma.   Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari

„6 stjörnu sýning, sem enginn má missa af....STÓRKOSTLEGT!!!  Gerrit Schuil, píanóleikari

„Stórkostlegt“ – Dagný Kristjánsdóttir, Djöflaeyjunni

„Söguleg stund Silja Aðalsteinsdóttir,TMM  

„Ótrúleg upplifun...frábær sýning... stórkostleg tónlist  Lísa Pálsdóttir, RÚV

„Tær snilld“  Hugrún Halldórsdóttir, Stöð 2

Lesa meira >>

TÓNHÖFUNDUR ÁRSINS OG TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS

Gunnar Þórðarson hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2013 sem tónhöfundur ársins fyrir óperu sína og Friðriks Erlingssonar, Ragnheiði, er verðlaunin voru afhent síðastliðinn föstudag.  Tónleikauppfærsla Ragnheiðar í Skálholti síðastliðið haust var einnig verðlaunuð sem tónlistarviðburður ársins 2013. Á verðlaunahátíðinni sungu Þóra Einarsdóttir og Elmar Gilbertsson brot úr óperunni, við píanóundirleik Snorra Sigfúsar Birgissonar, sem einnig útsetti aríurnar fyrir píanó. Hér er hægt að sjá  atriðið.


HALLVEIG OG ÁGÚST SÖNGVARAR ÁRSINS

Hallveig Rúnarsdóttir og Ágúst Ólafsson hlutu í dag Íslensku tónlistarverðlaunin 2013 í flokkunum Söngvari og Söngkona ársins í sígildri- og samtímatónlist. Verðlaunin hlutu þau meðal annars fyrir hlutverk sín í sýningu Íslensku óperunnar á Carmen. Hallveig söng þar hlutverk Mikaelu og Ágúst Dancaïre. Við erum stolt af okkar fólki og óskum þeim innilega til hamingju með verðlaunin.

 
Miðasalan á netinu
 
MYNDIR ÚR SÝNINGUM
 
TM-software sér um gerð Óperuvefsins
 

 Leita
 
 
Íslenska óperan - Hörpu - Austurbakka 2 - 121 Reykjavík
Skrifstofa - Sími: 511 6400 - Netfang: opera@opera.is
Miðasala Sími: 528 5050 - Netfang: midasala@harpa.is
Vefstjóri er Inga María Leifsdóttir - Netfang: ingamaria@opera.is
Óperuvefurinn er unnin af Origo ehf.